„It’s tougher than Blackboard Jungle!“

Paul Newman leikur hér fyrrverandi millivigtar-heimsmeistara í hnefaleikum, Rocky Graziano (varist að rugla ekki saman við Rocky Marciano). Myndin byggist á sjálfsævisögu Rocky og fjallar um líf hans frá því að vera smákrimmi í fátækrahverfum New York og þar til hann verður heimsmeistari. Newman er frábær í þessu hlutverki og þeir hnefaleikar sem maður fær að sjá eru vel útfærðir. Myndin er almennt mjög vönduð og vel þess virði að sjá, sérstaklega fyrir áhugamenn um hnefaleika og bardagaíþróttir.

Steve McQueen leikur lítið hlutverk, en þetta er fyrsta hlutverk McQueen í kvikmynd. James Dean átti að leika aðalhlutverkið en Newman fékk það þegar Dean lést í bílslysi. Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna og vann tvenn, fyrir kvikmyndatöku og listræna leikstjórn.

„I never should have left the lingerie business. I was the happiest man in women’s underwear.“

Leikstjóri: Robert Wise (West Side Story, The Sound Of Music, Star Trek: The Motion Picture, The Haunting)