social‘Áttunda’ kvikmynd meistarans Quentin Tarantino lenti í búðarhillurnar fyrir skömmu (en því miður ekki á Blu-Ray… – urr!) og í okkar hendur hafa borist alnokkrir DVD diskar sem við viljum gefa. Að okkar mati verður þetta gullfallega og brútal bíóleikhús leikstjórans betra í annað sinn og skyldueign í safn kvikmyndaáhugamanna… áður en lengri ’70 mm’ útgáfan verður gefin út – ef það gerist.

The Hateful Eight var frumsýnd um áramótin síðustu og vakti í heildina upp sterk viðbrögð, bæði köld og hlý. En fyrir þá sem ekki hafa enn borið augum á hana þá gerist sagan 12 árum eftir bandaríska þrælastríðið og snýst kringum átta óútreiknanlegra ferðalanga sem sitja fastir í kofa á meðan snjóstormur skellur yfir. Hinir átta eru leiknir af Samuel L. Jackson, Kurt Russell, Jennifer Jason Leigh, Walton Goggins, Tim Roth, Bruce Dern, Damien Bichir og Michael Madsen.

Við fylgjumst með hestvagni skrölta í gegnum Wyoming fylki að vetrarlagi. Farþegar vagnsins, mannaveiðarinn John Ruth (Russell), og flóttamaðurinn Daisy Domergue (Leigh), aka í átt að bænum Red Rock, þar sem Ruth, sem þekkt er á þessum slóðum sem „The Hangman“, á að framfylgja dómi yfir Domergue. Þau villast í stormi, og leita skjóls í Minnie’s Haberdashery, sem er vegasjoppa við fjallaveg. Þegar stormurinn nær að sjoppunni, þá átta áttmenningarnir sig á því að þeir komast hugsanlega aldrei til Red Rock.

Snillingurinn Ennio Morricone hlaut Óskarsstyttu fyrir frumsamda skorið sitt í myndinni og að því gefnu viljum við beina leiknum okkar sérstaklega að músík-mómentum í Tarantino myndum.

Í stuttu máli…

Hvaða tónlistarnotkun úr mynd eftir QT er í mesta uppáhaldi þínu?

 

Er það Little Green Bag úr Reservoir Dogs? Cat People úr Inglourious Basterds? Freedom úr Django?…

 

Sendu okkur svarið þitt á tommi@biovefurinn.is og eftir helgi gæti eitt stykki eintak beðið þín undir þínu nafni.

Drögum út á mánudaginn.