Það eru því miður ekki allar bíómyndir jafn vinsælar og Jurassic World, The Force Awakens eða Everest. Jurassic World sló metið yfir stærstu opnunarhelgi allra tíma og Star Wars skreið svo rétt yfir það glænýja met.  En þó að við höfum verið að horfa á risastórt bíóár voru nokkrar myndir sem einfaldlega gátu ekkert þegar kom að því að lokka fólk inn í salinn.

Sumar myndir voru svo litlar að það mætti halda að fjölskylda leikaranna hafi ekki einu sinni nennt að kíkja í bíó. Það er því vert að sjá hvaða myndir voru svona stórt flopp og hvernig var tekið í myndina.

 

Blackhat – Metacritic : 51/100

 Kostnaður : 70 milljónir dala – Heildargróði : 19.6 milljónir dala

Blackhat-2015

Michael Mann (Heat, Public Enemies) mættur aftur, nú með Chris Hemsworth í aðalhlutverki. Hemsworth leikur alræmdan hakkara sem er tekinn fyrir glæpi sína og settur í steininn. Honum býðst þó frelsi gegn því að hjálpa alríkislöggunni að ná öðrum, mögulega enn hættulegri hakka. Þrátt fyrir vinsælir bæði Hemsworth og Mann var myndin eitt af fyrstu floppum ársins. Hún kom út í janúar, á svipuðum tíma og American Sniper í leikstjórn Clint Eastwood með Bradley Cooper. Blackhat grúttapaði og var í 10. sæti á opnunarhelginni sinni og þótti þurr, kjánaleg og hreint út sagt leiðinleg að mati margra.

 

Child 44 – Metacritic 41/100

Kostnaður : 50 milljónir dala – Heildargróði : 13 milljónir dala

CHILD 44 - 2015 FILM STILL - (L-R) Gary Oldman as 'General Mikhail' and Tom Hardy as 'Leo Demidov'- Photo Credit: Larry Horricks © 2013 Summit Entertainment, LLC. All Rights Reserved.

Child 44 var nýþung dramamynd með Tom Hardy og Gary Oldman í aðalhlutverkum. En þessi stóru nöfn gátu ekki bjargað myndinni þar sem hún virtist stefna í algjöra glötun frá byrjum. Hardy leikur útlægðan hermann Sovietmanna sem er fenginn í að finna og drepa barnamorðingja. Myndin fangar andrúmsloft tímans fullkomlega en miðað við stóru nöfnin á bakvið hana hefði hún átt að vera miklu betri og voru gagnrýnendur og áhorfendur alls ekki sáttir. Hardy og Oldman náðu ekki að fylla sætin og myndin gleymdist. Talin illa skrifuð og bara í tjóni almennt.

 

Fantastic Four Metacritic 27/100

Kostnaður : 120 milljónir dala – Heildargróði : 168 milljónir

fantastic-four-movie-josh-trank-blames-fox

Fantastic Four endurræsingin er nú löngu orðin fræg fyrir það hversu illa framkvæmd lokavaran reyndist vera og hve mikil martröð framleiðslan var. Flestir voru á því máli að myndin væri drepleiðinleg, þung og algerlega tilfinningalaus. Hasaratriðin ná samtals 5 mínútum í besta falli og sýnir trailerinn allt aðra mynd en kom í kvikmyndahús, og fór ekki á milli mála að hálf sagan hafi endað á klippigólfinu, ef ekki öll. Bæði virðist þetta vera vegna skapsveiflum og hegðunum leikstjórans Josh Trank og stjórnsemi Fox. Þrátt fyrir það að myndin hafi náð að borga sig upp í kvikmyndahúsum þá er hún samt í 80 milljóna dala tapi vegna auglýsingakostnaðs. Fantastic Four átti að vera fyrsta myndin í nýrri seríu en var hún talin svo léleg að sú sería er nú komin á ís. Og Fox þorir ekki enn að selja réttinn til Marvel.

 

Hot Tub Time Machine 2 – Metacritic 29/100

Kostnaður : 14 milljónir dala – Heildargróði : 13.1 milljón dala

HTTM2_Teaser_Tagline

Hot Tub Time Machine er með óvæntari gamanmyndum síðari ára (þó hún sé reyndar 6 ára gömul… vó). Fáir bjuggust við því að myndin gæti svo lítið sem eitthvað en hún stórgræddi og náði góðum áhorfendum út á eldhressan leikhóp. Framhaldið, án John Cusack, hrasaði hins vegar alveg skelfilega. Myndin kostaði svo lítið að ekki mikið þurfti til að koma út á sléttu en fékk hún svo hræðilegar viðtökur að það þurfi nánast að greiða fólki fyrir það eitt að horfa á hana. New York Daily News gekk svo langt mælti að myndin væri „…svo léleg að ég er byrjaður að hata fyrri myndina“.

 

In The Heart Of The Sea – Metacritic 47/100

Kostnaður : 100 milljónir dala – Heildargróði : 54.5 milljónir dala

maxresdefault

Annað flopp ársins hjá Chris Hemsworth, sýnandi það að hann er lítið í miðasölunni án hamarsins. In The Heart Of The Sea sigldi í áttina að því að geta orðið býsna flott mynd. Ron Howard og Chris Hemsworth snéru aftur saman eftir Rush sem stendur í dag í 168. sæti á Topp 250 lista IMDb (vei?). Þessi er byggð á samnefndri sannri bók um tilurð sögunnar Moby Dick. Þrátt fyrir áhugavert umræðuefni var myndin leiðinleg og langdregin. Gagnrýnendur og (þeir fáeinu) áhorfendur (sem sáu hana) voru á sama máli þar sem myndin tapaði um helming kostnaðar og náði ekki að sópa inn neina athygli hjá verðlaunanefndnum, enda var það óneitanlega markhópurinn.

 

Jupiter Ascending – Metacritic 40/100

Kostnaður : 176 milljónir dala – Heildargróði – 183.9 milljónir dala

Jupiter Ascending

Jupiter Ascending var merkilegt klúður. Andy og Lana Wachowski voru að gefa frá sér risastóra sci-fi epík sem átti að brjóta alla múra. Myndinni tókst hins vegar ekki einu sinni að brjóta blað í frumleika og var þreyttasta og latasta mynd systkinana til þessa, þótt erfitt sé að setja út á fegurðina í sjónarspilinu. En eftir meistaraverkið Cloud Atlas og frábæran kvikmyndaferil var myndin hræðilegt flopp og hitti varla í mark hjá alhörðustu aðdáendum dúósins. Hallærisleg, flókin, alvarleg, langdreginn… Jupiter náði hvorki að græða almennilegan pening né tæla til sín svo mikið sem krakkahóp. Hins vegar eru systkinin víst að gera góða hluti með þáttunum Sense 8 á Netflix, en ólíklegt er að þau fái að leika sér með stóra stúdíópeninga aftur, nokkurn tímann!

 

Steve Jobs – Metacritic 82/100

Kostnaður : 30 milljónir dala – Heildargróði : 24 milljónir

stevejobs-mv-2

Steve Jobs er án efa langbesta flopp ársins. Þetta er þrusugóð mynd sem verður betri með hverju áhorfi enda dúndur lið á bakvið hana. Danny Boyle, Aaron Sorkin, Michael Fassbender, Jeff Daniels og Kate Winslet. Það er í raun lítið hægt að segja um afhverju þessi féll svona hrikalega. Jobs með Ashton Kutcher varð fræg fyrir hversu slæm hún var og gæti það hafa verið áhrifavaldur. Markaðssetningin var ekkert sú besta og var myndin einnig alltof lengi í vinnslu. Bæði skipti hún um leikstjóra og aðalleikara. Michael Fassbender tók við hlutverkinu viku áður en tökur hófust. Henni mistókst einnig hérna heima á Íslandi að fylla sali og var birt mynd af tómum sal á facebook síðuna okkar Bíófíklar 5 mín í frumsýningu. Þetta þó samt sem áður þrusuflott mynd sem er að draga að sér mikla atygli á verðlauna afhendingum.

 

Sáuð þið eitthvað af þessum myndum og hvernig fannst ykkur þær?