Spider-Man: Homecoming er sjötta myndin um hetjuna á síðastliðnum fimmtán árum, en á þeim tíma höfum við fengið hvorki meira né minna en þrjá aðalleikara og tvær endurræsingar. Nú er komið að þeirri seinni til að sanna sig.

Homecoming er frumsýnd í vikunni og hefur myndin verið að snara til sín fínum dómum, það fer a.m.k. ekki milli mála (ef Civil War var ekki löngu búin að staðfesta það) að Tom Holland sé svo gott sem fullkominn í titilhlutverkinu.

Í öðrum hlutverkum eru Zendaya, Michael Keaton, Marisa Tomei, Jon Favreau, Jacob Batalon og Robert Downey Jr.

Sony var að gefa út fyrstu fjórar mínúturnar úr myndinni á YouTube rásinni sinni. Þær gefa tóninn vel fyrir hressleikann sem mun eiga sér stað næstu tvo tímana og sýna frá sjónarhorni Lóa hvernig aðkoma hans var að Civil War-bardaganum í Berlín, í formi „vídeóbloggs“.

Kíkið á: