Spider-Man er aftur kominn heim, til Marvel þ.e.a.s. Eftir eina og hálfa seríu (og eftir að sú seinni stórlega feilaði að mati flestra) ákvað Sony að deila forræðinu með stúdíóinu stóra og leyfa Lóa að leika sér í sama heimi og Avengers-liðið. Þetta sást með stórskemmtilegri innkomu hans í Captain America: Civil War í fyrrasumar, og nú er komið að nýrri sóló-mynd, þar sem Tony Stark dúkkar upp og slæst hetjan við Fuglamanninn sjálfan, leikinn af Michael Keaton.

Jon Watts (Cop Car) leikstýrir og að utanskildum þeim Tom Holland, Robert Downey og Keaton fara Zendaya, Donald Glover, Bokeem Woodbine, Marisa Tomei og Jacob Batalon með hlutverk í myndinni.

Nýi trailerinn sýnir litríku gleðina sem bíður aðdáendum í júlí.