Næsta (sci-fi) ævintýramynd leikstjórans Bryan Singer, 20.000 Leagues Under The Sea (e. Jules Verne), hefur fengið heimili hjá framleiðslufyrirtækinu 20th Century Fox. Singer hefur undanfarið fengið fínar og frjálsar hendur hjá stúdíóinu eftir að hafa komið X-Men seríunni upphaflega á kortið, tvisvar.

„Ég er mjög ánægður með það að vera vinna með vinum mínum hjá Fox, með þeim hef ég átt langt og arðbært samtstarf“, segir hann í tilkynningu. Einnig hefur hann opinbert að myndin verði nokkuð sveigjanleg aðlögun á sögunni þekktu. „Upprunalegu karakteranir: Captain Nemo, Ned Land and Professor Aronnax munu auðvitað koma fram ásamt nýjum karakterunum sem eru sérstaklega skrifaðir fyrir myndina. Við tökum einnig nokkra snúninga á vísindaskáldsögugeirann.“

20000-leagues-under-sea-movie-bryan-singer

Fyrir nokkrum árum síðan ætlaði Disney að gefa út aðlögun á sögunni með engan annan en David Fincher á bakvið tauminn, en kom svosem ekkert á óvart að samstarfið þar hafi slitnað vegna „listrænna ágreininga“.

20.000 Leagues Under The Sea undir taum Singers fer í tökur í haust þannig við megum búast við henni þegar nær dregur að vetri 2017. Þangað til höfum við X-Men: Apocalypse til að bíða spennt eftir.