Það eru alnokkrir virtir leikstjórar sem berjast grimmt fyrir tilvist og áferð filmunnar og neita að færa sig yfir í stafrænt form, þar á meðal garpar eins og Quentin Tarantino, Christopher Nolan og Paul Thomas Anderson.

En kvikmyndatökumaðurinn Roger Deakins segir baráttuna vegna gagnslausa. Deakins skipti yfir í digital fyrir talsverðu síðan og hefur snilldarlega skotið myndir í kjölfarið eins og Skyfall, Prisoners og Sicario, sem hann hlaut nýlega Óskarstilnefningu fyrir. Hann er víðs vegar – og réttilega – talinn einn færasti tökumaðurinn starfandi í dag og skýtur hann niður alla séns á ‘kombakki’ fyrir filmuna, þó ofantaldir leikstjórar telji annað.

Í viðtali við Variety sagði Deakins að fyrirferðarmikla vesenið sem fylgir því að skjóta á filmu sé löngu búið að granda henni í stafrænu öldinni. „Þetta er búið, því miður.“roger-deakins-hail-caesar-1

Deakins er einnig þekktur fyrir að vera reglulegur tökumaður í myndum Coen-bræðra og segir hann að mikið hafi verið deilt um það á hvoru forminu ætti að skjóta nýjustu mynd bræðrana, Hail, Caesar. Á endanum var sú ákvörðun tekin að halda sig við filmuna, og vandamálin sem það skapaði hafa trúlega fyllt mælinn hjá Deakins. Hann segir að minna úrval, uppfærður búnaður og færri framköllunarstofur sé aðeins brot af því sem hefur haft skaðleg áhrif á formattið, og geri það á endanum fráhrindandi.

Telur hann einnig líklegt að Hail, Caesar verði síðasta myndin sem Coen-bræður munu skjóta á filmu. Þeir eru orðnir eitthvað saddir á þessu líka.

 

Hail, Caesar verður frumsýnd seinnipartinn í febrúar. Næsta kvikmyndin á planinu hjá Deakins er ónefnda Blade Runner framhaldið, leikstýrt af Denis Villeneuve (Prisoners, Enemy, Sicario). Óumdeilanlega verður hún tekin upp stafrænt.