Jodie Foster hefur kannski ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en nú virðist hún ætla að  mæta aftur með hvelli með annarri mynd sinni sem leikstýra: Money Monster.

Myndin fjallar um sjónvarpsmanninn Lee Gates sem notar verðbréfasnilligáfu sína á og sjarma til að halda fjármálaþættinum sínum efst á vinsældarlistum Bandaríkjamanna. En þegar Gates og fólkið á bak við framleiðslu og gerð þáttarins eru tekin í gíslingu í beinni útsendingu af örvæntingafullum fjárfæsta eftir undarlegt hrap verðmætra verðbréfa, líður ekki á löngu þar til að Gates áttar sig á að það sé eitthvað meira sé í gangi á verðbréfamarkaðnum en það sem fyrir liggur…

Foster virðist ekkert vera að spara leikaravalið, en með aðalhlutverk myndarinnar fara vel þekkt nöfn á borð við George Clooney og Juliu Roberts sem og upprennandi bretinn Jack O‘Connell, sem hefur orðið vinsælli með hverju árinu síðan 2014. Þá fór hann með aðalhlutverkið í myndinni Unbroken (sem Angelina Jolie leikstýrði) og var mikið lofaður fyrir frammistöðu sína í fangelsisdramanu Starred Up.

Þó að Foster hafi ekki langa ferilskrá á bak við myndavélina er óhætt að segja að Money Monster verði ein áhugaverðasta mynd sumarsins sem fjallar ekki um ofurhetjur að kýla hvora aðra mjög fast í andlitið.

(Svo var The Beaver líka alveg ágæt).