“Safety comes with a price.”

Fangelsismyndir eru sjaldan leiðinlegar og Shot Caller er engin undantekning. Sagan er skáldskapur en hún er meira og minna áfellisdómur yfir betrunarkerfinu í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um venjulegan mann sem lendir í fangelsi fyrir gáleysi og atvik sem sumir myndu kalla slys. Réttarkerfið vestanhafs er ekkert grín svo okkar maður er sendur í mörg ár í búr innan um gengi og grjótharða glæpamenn og þarf að laga sig að aðstæðum.

Þetta er fín mynd, sérstaklega þeir hlutar sem gerast innan veggja fangelsisins. Nikolaj Coster-Waldau (Jamie Lannister úr Game of Thrones) er mjög góður og mér þótti sérstaklega gaman að sjá Jon Bernthal í myndinni, hlakka mikið til að sjá hann í The Punisher seríunni á Netflix. Mér fannst draga aðeins úr áhrifamættinum að sjá strax í upphafi hvernig hann verður í lokin. Ég hefði frekar viljað sjá þróuina gerast línulega í stað þess að hoppa fram og aftur í tíma. Auk þess fannst mér breytingin á okkar manni í fangelsinu gerast full hratt og auðveldlega. Ef þetta hefði verið þáttasería hefði verið hægt að segja þessa sögu betur, svolítið eins og Orange is the New Black. Annars góð mynd.

“I´m running the show now.”

Leikstjóri: Rick Roman Waughn (Snitch, Felon)