„T-E-R-R-O-R beyond the power of priest or science to exorcise.“

Shivers er fyrsta mynd David Cronenberg. Þetta er sannkölluð indie ræma, kostaði litlar $160.000 og er þar af leiðandi talsvert hrá. Söguþráðurinn er hinsvegar algjör snilld. Tilbúin? Vísindamenn eru að reyna að þróa sníkjudýr sem getur starfað sem líffæri í mönnum og þannig bjargað lífum. Eitthvað fer úrskeiðis, sníkjudýrin sleppa og ráðast á fólk. Þeir sýktu breytast svo í kynóða brjálæðinga og reyna að sýkja fleiri. Mjög svo í anda Cronenberg.

Hæfileikar Cronenberg eru greinilegir strax í byrjun ferilsins. Myndin er vel gerð og tæknibrellur sannfærandi þrátt fyrir lítið fjármagn. Það er nánast engin tónlist sem skapar creepy andrúmsloft. Leikararnir eru allt í lagi en greinilega ekki reynsluboltar. Þessi mynd verður ansi klikkuð en á góðan hátt.

Myndin er líka þekkt undir titlinum They Came From Within.

„He tells me that even old flesh is erotic flesh, that disease is the love of two alien kinds of creatures for each other, that even dying is an act of eroticism.“

Leikstjóri: David Cronenberg (The Fly, Videodrome, Existenz, Dead Ringers, A History of Violence)