Þegar þetta Bíótals-innslag var tekið upp voru Sindri og Tommi bókstaflega nýstignir út af Indy 4, enn að ná áttum yfir því sem þeir sáu. Þetta var maí 2008, áður en hugtakið „Nuked the fridge“ var orðið að samheiti fyrir viðbjóði.

Drengirnir fá orðið í einum af eldri þáttum Bíótals, þegar þeir voru yngri, ruglaðri, reiðari… þó það breyti vissulega engu með það að skoðun þeirra á Krystalsskítnum var algjörlega réttlætanleg, eins og legasía myndarinnar hefur gefið upp síðustu árin.