Frasatöffarinn Shane Black hefur síðustu misseri verið að skrifa og skjóta The Nice Guys þar sem þeir Ryan Gosling og Russell Crowe stilla sér saman upp. Henni hefur verið lýst sem ofbeldisfullri glæpamynd með kómísku ívafi, eins og megnið af því sem Black hefur komið nálægt.

„Hún er pínu hröð, pínu fyndin og hörð sum staðar,“ sagði Black við miðilinn People. „Þessir gæjar eru ekki mjög fágaðir einkaspæjarar, þetta er tækifæri fyrir mig til að gera mjög gamaldags þriller. Ég veit ekki enn hvort þetta sé grínmynd með hasar eða spennutryllir með bröndurum. Það er allavega víst að þessir gæjar eru brjálæðislega fyndnir. Hlakka til að sýna ykkur þá.“

Hér kemur fyrsta stillan úr The Nice Guys af þeim félögum. Efri myndin er ljósmynd af setti.

zoo2

Sýnd á næsta ári.