Leikstjórinn Denis Villeneuve er á meðal efnilegustu leikstjóra sinnar kynslóðar og hefur margsannað bítandi getu sína með titlum á borð við Incendies, Prisoners, Enemy og Sicario. Einnig hefur maðurinn aldeilis notið góðs af því að vinna með kamerusnillingnum Roger Deakins og tónlistarmanninum Jóhanni Jóhanns.

En áður en Villenuve sýnir okkur hvernig tæklun hans á Blade Runner framhaldinu verður er hann mættur með litla sci-fi sögu sem virðist vera örugg um að lenda á topplistum margra gagnrýnenda undir lok árs.

Arrival fer í almennar sýningar næsta föstudag en okkur datt í hug að bjóða góðum (og helst mörgum) bíófíklum á sérstaka forsýningu sem verður á miðvikudaginn 9. nóvember.

Sýningin verður í Háskólabíói kl. 21:00. Athugið að það verða einnig seldir miðar á hana.

maxresdefault

 

Arrival er byggð á margverðlaunaðri og stórsnjallri smásögu eftir bandaríska rithöfundinn Ted Chiang, Story of Your Life. Hún segir frá því þegar dularfull geimskip lenda víðsvegar um jörðina setja jarðarbúar saman teymi af fólki til að rannsaka hvað sé um að vera. Málvísindakonan Louise Banks er forsprakki hópsins sem þarf að etja kapp við tímann og finna svör við þeim ráðgátum sem fylgja geimskipunum á sama tíma og þjóðir jarðarinnar standa á barmi heimstyrjaldar. Louise þarf að taka áhættu sem stofnar ekki aðeins hennar lífi í hættu heldur gjörvöllu mannkyninu.

Myndin er með 8,0 í meðaleinkunn á Metacritic. Á Imdb.com er hún með 8,5 í einkunn frá tæplega fimmtán hundruð almennum notendum og eru þeir ófáir sparað stóru orðin og kallað hana „meistaraverk“. Tónlist Jóhanns hefur einnig fengið mikið lof.

Tékkið á trailernum (og nei, hann gefur ekkert upp of mikið)

 

Ef þig langar að koma með á forsýninguna máttu kommenta hér fyrir neðan vanmetnustu sci-fi mynd allra tíma að þínu mati.
Það er plús að koma með stutta skýringu en ekkert möst.

Vinningshafar verða ‘dregnir’ út reglulega fram að sýningardegi, svo fylgist með.