SýnishornBakvið tjöldinErlent nördaefniÖll myndbönd

Solo: A Star Wars Story tekur loksins á sig mynd – Kitla

Rúmir þrír mánuðir til stefnu og fram að þessu hafði markaðsdeild Disney haldið hlutunum heldur leyndum hvað varðar nýju Star Wars myndina um yngri Han Solo. (meira…)

Star Wars: Rogue One „featurette“ sýnir á bakvið tjöldin

Rogue One er ekki búinn að eiga bestu mánuðina hvað varðar að halda fólki spenntu fyrir myndinni, sérstaklega eftir að fréttirnar fóru af stað varðandi 6 vikna „endurtökur“ á myndinni. Ekki er en vitað ástæðuna, getgátur hafa verið að um hún var of dökk (orðið stríð er nú í nafninu á séríunni!) og vildu framleiðendur að hún hefði meiri húmór svo fólk tengdi hana meira við A New Hope.

Til að koma fólkinu aftur í gírinn fyrir myndina var sýnt myndband á dögunum í London til að sýna nýtt efni og láta fólk aftur fá fiðring í magann að hugsa um næstu Star Wars mynd.

Þeir í Disney meiga eiga það að ég var spenntari fyrir myndinni eftir að hafa séð þetta myndband. Ég vill samt kenna þeim um afhverju Gareth Edwards hætti við að gera Godzilla 2 og fara aftur í Indie myndirnar, hefur líklega verið helvíti að vinna með mörg þúsund manns á bakinu að segja þér ekki að klúðra myndinni og síðan fara í þessar endurtökur.

Afraksturinn getum við síðan séð 16.desember í ár og núna verður vonað það besta.

 

Ghostbusters endurgerðin tætt í sundur á klukkutíma

Flestir sem kannast við subbulega en orðheppna Harry S. Plinkett hjá Red Letter Media vita það að maðurinn getur verið beinskeyttur, ýtarlegur og sterkur í rökfærslum sínum með þessum vídeóritgerðum hans. Plinkett varð strax alræmdur fyrir krufningar á t.d. Star Wars forsögunum, Indiana Joned 4 og fleirum – og núna ræðst karlinn á Ghostbusters endurgerðina, réttlætanlega.

Plinkett fer út í samanburð á tónum Ghostbusters-myndanna, þeirri upprunalegu og nýju, og hefur margt að segja um leikstjóragetuna hjá Paul Feig (sem Dan Aykroid er víst ekki ósammála…) og örvæntingarfullum tilraunum myndarinnar til þess að vera fyndin, hipp og nostalgísk. Sony-stúdíóið fær líka góða flengingu fyrir stöðugt auglýsingamynstur og áhættuleysi.

Útkoman hjá Plinkett er einfaldlega klukkutími sem þú sérð ekki eftir. En ef þú ert Plinkett-fylgjandi ættirðu ekki að þurfa mikla sannfæringu þar.

 

Solo: A Star Wars Story tekur loksins á sig mynd – Kitla

Rúmir þrír mánuðir til stefnu og fram að þessu hafði markaðsdeild Disney haldið hlutunum heldur leyndum hvað varðar nýju Star Wars myndina um yngri Han Solo. (meira…)