„Let he who is without sin try to survive.“

Gluttony, Greed, Sloth, Envy, Wrath, Pride, Lust. Seven er ein af þessum efirminnilegu bíóferðum. Í þeim hópi eru myndir eins og Jurassic Park, Lost Highway, Trainspotting The Silence of the Lambs og The Matrix. Þetta eru myndir sem höfðu mikil áhrif á mig og Se7en ekki síst. Það er líklega þessari mynd að kenna að hluta til að ég hef svona gaman af hryllingsmyndum. Ég er kannski bara alltaf að reyna að finna aftur þessa tilfinningu sem að þessi mynd gaf mér á sínum tíma.

Það hafa allir séð þessa mynd og ég á ekki von á að einhverjum fannst hún léleg. Þetta er mynd sem hafði gríðarleg áhrif á myndir af þessari gerð, þ.e. morðrannsóknir og fjöldamorðingjamyndir almennt. Atriðin þegar fórnarlömbin finnast eru sérstaklega hræðileg, eins og gaurinn sem var látinn éta tunguna úr sér og feiti maðurinn sem var látinn éta sig í hel. Svona atriði áttu heima í hryllingsmyndum fyrir þessa mynd og fólk átti einfaldlega ekki von á því. Hún er mjög áhrifamikil enn þann dag í dag og ekki síst þessi dásamlegi endir þar sem Kevin Spacey fer gjörsamlega á kostum sem John Doe.

„Realize detective, the only reason that I’m here right now is that I wanted to be.“

Leikstjóri: David Fincher (Fight Club, Zodiac, The Curious Case of Benjamin Button, Panic Room, The Social Network, Gone Girl)