„The silence of space is about to be shattered.“

Screamers er talsvert vanmetin vísindaskáldsaga byggð á smásögu Philip K. Dick sem skrifaði Total Recall, Blade Runner og Minority Report. Myndin gerist árið 2078 á plánetunni Sirius 6B þar sem menn berjast fyrir mikilvægri auðlind, Burilium (minnir á Unobtainium í Avatar). Vísindamenn eru búnir að þróa litlar vélar til að berjast fyrir sig en hið óvænta gerist, þær verða gáfaðar og fara að þróast.

Menn á móti vélum er kunnulegt þema úr myndum á borði við The Matrix, Terminator og Westworld. Það er mikið mjög vel gert í þessari mynd. Leikararnir eru þó misjafnir, Peter Weller er lang bestur en sumir eru sorglega lélegir. Þessi heimur er nokkuð flottur og vel útfærður. Vélarnar eru sannfærandi, stundum í stop motion animation. Svo þurfa menn að reykja sérstakar rauðar sígarettur til að forðast geislavirkni, algjör snilld. Sumt er einum of kjánalegt. Spoiler – Vélarnar þróast í asnalega stórum stökkum úr litlum vanþróuðum vélum í nákvæmar eftirlíkingar af mönnum með blóði og öllu sem fylgir. Þegar uppi er staðið eru meira og minna allir í kringum Weller vélmenni sem er alveg út í hróa. Samtölin eru líka stundum alveg hræðileg. Þetta er samt sem áður skemmtileg mynd sem heldur manni vel við efnið.

„We can smile, we can cry. We can bleed… we can fuck.“

Leikstjóri: Christian Duguay (Live Wire)