Terminator-serían gefst aldeilis ekki upp. Aldrei.

Tæknilega séð er tvisvar sinnum búið að „endurræsa“ hana og það er eftir að Rise of the Machines kom út árið 2003. En ekki hefur hún náð neinni almennilegri fótfestu sem sería eftir að James Cameron sleit sig frá henni. Þar að auki er tímalínan komin í algjört rugl, endalaust er búið að skipta um leikara en þjarkurinn hann Ahnuld virðist enn – og alltaf – vera til í meira, að sjálfsögðu nema myndin beri heitið Terminator Salvation.

Það leit út fyrir að seríunni hefði verið endanlega grandað með tilkomu nýjustu myndarinnar, Terminator Genisys. Aðsóknartölur stóðu ekki undir væntingum framleiðenda og viðtökur ekki heldur. Myndin átti að marka glænýtt upphaf fyrir seríuna (í rauninni upphaf að nýjum þríleik) en aðdáendur tóku henni ekki beinlínis með opnum örmum.

Sjálfur Schwarzenegger ætlar hins vegar að leyfa sér að vera bjartsýnn áfram og segist hlakka til þess að setja á sig sólgleraugun aftur. Í samtali við Fandango sagði hann þetta:

(lesist að sjálfsögðu með Ahnuld-rödd)


“I don’t want to call it, like, fake news, like the president calls it, but I think people just write things – I have no idea why. Just because Paramount doesn’t want to pick up the Terminator franchise, you have 15 other studios willing to do it – that doesn’t mean the Terminator franchise is finished, right? It just means they are on their way to negotiate with another studio, but I can’t give you the details of that. They’ll announce that. But, yes, the Terminator franchise is never finished. And remember that after 2018, James Cameron is getting it back, and then it will continue on!”

Þar höfum við það. Kappinn virðist vera ákaflega sannfærður um það að hjólin fari að snúast aftur frá og með næsta ári, þegar Cameron hefur fengið réttinn aftur til sín. Cameron er auðvitað aldrei að fara að skrifa eða leikstýra neinu innslagi í Terminator-seríuna aftur, í ljósi þess að hann er búinn að vera endalaust upptekinn að því að tefja fjögur Avatar-framhöld. Þætti honum eflaust vænt um að ná a.m.k. einu þeirra í kvikmyndahús áður en hann er allur.

Sjáum hvað skeður.

Í millitíðinni er hægt að stytta sér stundir smeð því að kíkja á þennan frábæra bút úr commentary’inu hans Ahnulds fyrir Terminator 3:

 

(öll commentary’in með Ahnuld eru auðvitað GULL)