„Shock show of the year!“

Scars of Dracula er sjötta Drakúla mynd Christopher Lee á eftir Horror of Dracula, Dracula: Prince of Darkness, Dracula Has Risen from the Grave, Count Dracula og Taste the Blood of Dracula. Þessi er sú fyrsta sem ég sé af þessum myndum en þær eru flestar ef ekki allar úr smiðju Hammer mynda. Lee er stórkostlegur sem greifinn blóðþyrsti en því miður er þessi mynd ekki verðug nærveru hans. Sagan er lélegt tvist af klassíksu sögu Bram Stoker. Það eru nokkrar sniðugar senur en það eru allt of margar illa gerðar klisjur sem skemma fyrir. Það var samt þess virði að sjá hana bara til að fylgjast með meistaranum með blóðrauðu augun.

„What we shall be facing in a few hours’ time is not a man. He is evil. He is the embodiment of all that is evil. He is the very Devil himself.“

Leikstjóri: Roy Ward Baker (Quatermass and the Pit)