Ghost in the Shell er væntanleg í kvikmyndahús á föstudaginn, og verður fróðlegt að sjá hvernig tekist hefur að flytja þekktu teiknimynd Mamoru Oshii á skjáinn í live-action formi. Oshii hefur allavega gefið verkefninu blessun sína og hefur sagst vera hæstánægður með afraksturinn. Einnig hefur hann opinberlega oft tjáð ánægju sína á Scarlett Johansson í aðalhlutverkinu.

(Glöggir og gallharðir Ghost in the Shell aðdáendur munu fljótt taka eftir að myndin splæsir saman þráðum úr upprunalegu teiknimyndinni og seinni Stand Alone Complex þáttaseríunni.)

Sama hvernig afraksturinn verður á efnislegu stigi er allavega ljóst að myndin hefur náð að fanga „lúkkið“ óendanlega vel. Rupert Sanders (sem gerði Snow White and the Huntsman og Kristen Stewart) virðist hafa unnið heimavinnu sína í drasl með stílinn. Það eitt ætti að gera aðgangseyrinn þess virði. Plús, snillingurinn Clint Mansell sér um tónlistina.

Hér eru fimm mínútur úr myndinni. Njótið þeirra helst á stórum skjá.

 

Svo má hér finna opnun myndarinnar, sem segja má að sé skot-fyrir-skot eins og upphaf teiknimyndarinnar. Sama músík og allt.

Á annan veg mæli ég með þessu músík-vídeói…