“God-less, loveless, heartless, he fought his brutal way up to the pinnacle of power, only to be challanged by a frail woman.”

Mér datt í huga að kíkja á upprunalegu Scarface eftir að hofa horft á skemmtilega heimildarmynd um Brian De Palma (De Palma frá 2015). Þessi mynd er mjög skemmtileg en ég komst ekki hjá því að bera hana stöðugt saman við útgáfuna sem við þekkjum öll og elskum frá 1983.

Spoiler – Í þessari útgáfu er eftirnafn Tony Camante en ekki Montana. Hann er innflytjandi frá Ítalíu, ekki Kúbu. Tony selur áfengi en ekki kókaín. Sögulega séð er margt svipað eða alveg eins. Tony kemst í glæpaklíku og verður fljótlega annar á eftir foringjanum. Hann gefur systur sinni peninga og mamma þeirra hefur miklar áhyggjur af því að Tony muni spilla henni, sem auðvitað gerist. Tony eltist við kærustu foringjans og ögrar honum þar til foringinn reynir að drepa hann. Tony bregst við með því að drepa hann í atriði sem er nánast alveg eins og í útgáfu De Palma. Beint í kjölfarið er loka uppgjör þar sem lögreglan drepur Tony, ekki aðrir glæpamenn.

Mér fannst áhugavert að sjá hversu mikið af gömlu myndinni er í þeirri klassíksu frá 1983. Allir sem halda upp á hana ættu klárlega að láta reyna á þessa.

“I don’t know nothin’. I don’t see nothin’. I don’t hear nothin’. When I do I don’t tell the cops. Understand?”

 

Leikstjórar: Howard Hawks, Richard Rosson