Nýjar myndir sem Entertainment Weekly birti frá tökum á upprunasögum Wonder Woman kveikja verulega undir hjá eldheitum aðdáendum. Eftir hina umdeildu Batman V Superman voru örfáir sem hefðu ekki kosið Gal Gadot til að bjarga deginum frekar en Henry Cavill og jafnvel Ben Affleck. Gadot var einn af demöntum myndarinnar sem lýsa mætti sem stórum kolaklump af óreiðu. Jafnvel þó lengri útgáfan sé betri þá nær hún því miður ekki að bjarga sokknum báti.

Wonder Woman (2017) Gal Gadot

Wonder Woman myndin mun fjalla um Díönu Prinsessu frá Themyscira á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Myndin verður blanda af ævintýri og ástarsögu en það er hann Chris Pine sem mun leika Steve „loverboy“ Trevor.

Wonder Woman (2017) Chris Pine and Gal Gadot

Orðið ást er ekki notað á þennan almenna venjulega hátt sem flest okkar kannast við þar sem einn laðast að öðrum og úr verður saga. Það mun ekki snúa eingöngu að rómantísku hliðinni heldur snýr það að öllum hliðum og samkvæmt Gadot mun það vera geta Wonder Woman til ástar og væntumþykju sem gerir hana að hetju.

“I’ve got the opportunity to portray a great role model for girls to look up to  a strong, active, compassionate, loving, positive woman. I think it’s so important, and it’s about time somebody does that. I’m privileged to be the one.”

Wonder Woman (2017) Gal Gadot and Director Patty Jenkins

Myndinni er leikstýrt af Patty Jenkins sem sést hér að ofan leikstýra Gadot en hún er fyrsta konan sem fær að leikstýra slíkri stórri ofurhetjumynd hjá Warner Bræðrum. Til gamans má geta að hún var afar nálægt því að leikstýra Thor 2 en örlögin gripu þar inn í. Jenkins hefur áður leikstýrt myndinni Monster með Charlize Theron og Christinu Ricci en annars verið í sjónvarpsgeiranum og leikstýrt stöku þáttum eða sjónvarpsmyndum.

Wonder Woman (2017) Gal Gadot

Wonder Woman flýgur á hvíta tjaldið á næsta ári, nánar tiltekið í júní.