“They survived World War II. Now they have to survive the clearing.”

Land of Mine er byggð á sannri sögu um þýska stráka sem voru látnir hreinsa jarðsprengjur af ströndum Danmerkur eftir seinni heimstyrjöldina. Myndin er hrikalega hörð og oft erfið að horfa á en líkt og t.d. Son of Saul skilur hún mikið eftir sig. Þetta er hluti af stríðinu sem ég þekkti ekki og var mjög áhugavert að sjá.
Saga þessara drengja er hrein martröð og foringi þeirra er eitt rosalegasta illmenni sem sést hefur lengi á skjánum, leikinn af Roland Møller. Þrátt fyrir erfitt efni er myndin samt ánægjuleg enda vel gerð og leikin. Mæli með að kíkja á þessa.

“If they are old enough to go to war, they are old enough to clean up.”

Leikstjóri: Martin Zandvliet (Dirch)