Einu sinni var sú tíð þegar litið var jákvætt til Terminator-seríunnar. Alflestir aðdáendur hennar standa enn á því að þetta náði hæstu hæðum sínum með T2, árið 1991!

Terminator 2: Judgment Day er að mati margra ein best heppnaða sci-fi (framhalds)hasarmynd allra tíma, með því sterkasta frá tæknikónginum James Cameron.

Á YouTube er að finna gamla hálftímalanga heimildarmynd sem kíkir bakvið tjöldin á þessari ræmu, og gleyma má því ekki að hún var geðbilaðslega byltingarkennd á sínum tíma, sér í lagi með tæknibrellurnar. En ekki hvað? Þetta er Cameron…

 

Sækið smá popp eða súkkulaði, þetta er gaman.