„Watch out for the Man watching the Rollercoaster“

Rollercoaster er spennumynd um hryðjuverkamann sem beitir eigendur skemmtigarða fjárkúgun. Ef þeir spila ekki með hótar hann að sprengja rússíbana. Allt í allt er þetta nokkuð skemmtileg spennumynd en ekki í flokki með þeim allra bestu. Hinnn frábæri Henry Fonda er á svæðinu, með honum eru George Segal og Timothy Bottoms. Myndin var greinilega seld út frá því hversu spennandi rússíbanar eru en sagan er líka nokkuð góð.

„If you’re trying to kill us, at least let me put on some lip gloss.“

Leikstjóri: James Goldstone (When Time Ran Out)