Þann 27. október verður íslenska dramahrollvekjan Rökkur frumsýnd, en hún er úr smiðju Erlings Óttars Thoroddsen. Þetta er önnur kvikmyndin hans í fullri lengd á innan við ári. Síðastliðið haust frumsýndi hann hrollvekjuna Child Eater og hefur sú mynd fengið prýðisviðtökur víða um heim.

Rökkur var frumsýnd á Gautaborgarhátíðinni í byrjun febrúar og var þar lokamynd hátíðinnar. Söguþráðurinn segir frá fyrrum elskhugum sem gera upp fortíð sína í sumarbústað undir jökli. Samband þeirra endaði ekki vel og sprettir ýmislegt óvænt og ógnvægilegt upp á yfirborðið í framvindunni. Með helstu hlutverk fara Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson.

Sjá má fyrsta sýnishornið úr myndinni hér að neðan: