„Every guy wants to be you. Every girl wants to be with you.“

Þeir sem hlustuðu á rokk tónlist á tímabilinu 1980-1990 ættu að hafa gaman af þessari mynd. Líkt og Almost Famous nær hún að negla andrúmsloftið frá þessum tíma og vekja nostalgíu tilfinningar án þess að vitna í ákveðin lög eða hljómsveitir. Hlutverk Mark Wahlberg minnir svolítið á hlutverk hans í Boogie Nights, hann er enginn sem verður einhver. Málið er að hann er góður í svona hlutverkum og smellpassar þetta hlutverk enda var hann poppstjarna sjálfur (Marky Mark). Hann syngur reyndar ekki sjálfur í þessari mynd, það gerir Miljenko Matijevic (Steelheart). Ég býst við að þeir sem hafa ekki taugar til tónlistar af þessari gerð fái lítið út úr þessari mynd. Hinir njóta vel.

Myndin er byggð á sögu Tim „Ripper“ Owens sem söng í Judas Priest cover hljómsveit.

„Isn’t the rock star fantasy thing something you’re supposed to grow out of… like around 14?“

Leikstjóri: Stephen Herek (Critters, Bill & Ted’s Excellent Adventure, Mr. Holland’s Opus)