cbfa4ea7a36336a929fe9b37b32b0b61Baywatch var mikið barn síns tíma. Það hlógu sjálfsagt margir þegar tilkynnt var að þættirnir myndu verða að bíómynd og hugsuðu að Hollywood væri alveg endanlega búið að missa takt við raunveruleikann. Núna hafa þær gagnrýnisraddir aðeins þagnað eftir að leikaravalið var kynnt. Stórstjarnan og eini maðurinn í heiminum sem myndi vinna jarðskjálfta í slag, Dwayne Johnson, mun leika aðalhlutverkið í myndinni, og með honum verða Zac Efron og Alexandra Daddario.

Smá upplýsingum um persónuleika karakteranna hefur verið uppljóstrað í viðtölum. Karakternum hans Dwaynes hefur verið lýst sem grafalvarlegum nagla sem gerir allt samkvæmt bókinni. Það síðan breytist þegar hann þarf að byrja vinna með nýjum strandverði (Efron) sem lifir eftir sínum eigin reglum. Alexandara Daddario (sem lék dóttur Dwaynes í San Andreas) er staðfest sem Summer Quinn, sem aðdáendur þáttanna eiga að kannast við, en hún var leikin af Nicole Eggert.

Einnig er búið að gefa upp meira í tengslum við söguþráðinn. Þeir Johnson og Efron neyðast til þess að leggja deilur sínar til hliðar og sameina krafta sína til að bjarga ströndinni frá illu olíufyrirtæki hyggst ætla að eyðileggja hana. Hljómar auðvitað eins og algjör klisja en vonandi geta þeir gert eins og 22 Jump Street og hressilega gert grín að sjálfum sér.

Zac-Effron-Baywatch-movie-remake-abs-1Dwayne Johnson hefur tilkynnt að Baywatch myndin mun vera grínmynd, en samleikari hans, Zach Efron, ákvað að gefa smá meiri upplýsingar um myndina í viðtali við Entertainment Weekly – og hverjum hún er ætluð:

“It’s going to be R-rated and it’s going to be badass,”

Baywatch grínmynd sem er bönnuð innan 16 ára með Dwayne Johnson, Zac Efron og Alexandara Daddario í aðalhlutverkum. Svona hlutir gerast varla betri.

Leikstjóri myndarinnar er Seth Gordon, sem er því miður ekki alveg með bestu grínmyndirnar á bakinu, en þær eru: Four Christmases, Horrible Bosses (hans besta) og Identity thief (úfff…). Boðar ekki gott en skulum vona það besta. Ef nóg verður af slow-mo skotum er að minnsta kosti ekki hægt að segja að myndin sé ekki trú uppruna sínum.

Baywatch fer í tökur á næsta ári og áætlaður útgáfutími er sumarið 2017