„The innocence of a son is surpassed only by the father’s will to save it.“

Besta orðið til að lýsa þessari mynd er sennilega klassi. Lýsing og myndataka gera það að verkum að hver rammi í myndinni lítur út eins og listaverk sem mætti hengja upp á vegg. Svo erum við með sjálfan Paul Newman sem leikur einskonar guðföður sem er hættulegri en brosið gefur til kynna. Svo er Jude Law hér í einu af sínu áhugaverðustu hlutverkum, með gular tennur og föla húð. Kaldrifjaður killer. Auk þess leikur Daniel Craig son Newman sem er misheppnaður glæpamaður og örlagavaldur myndarinnar. Tom Hanks er líka þrusugóður sem handrukkari og morðingi mafíunnar. Örlög hans og fjöldu hans getur verið erfitt að horfa á en áhrifaríkt er það og undirstrikar hætturnar sem felast í þessum lífstíl. Road To Perdition er einstök mynd og í raun lítið meistaraverk sem lítið hefur farið fyrir.

„Natural law. Sons are put on this earth to trouble their fathers.“

Leikstjóri: Sam Mendes (American Beauty, Revolutionary Road, Jarhead, Skyfall, Spectre)