Sum plaköt eru bara forljót. Hreint út sagt.

Nýja bíóplakatið fyrir The Mummy ríbúttið er ekki lengi að skila sér í þann höfðingjalega hóp.

Að hluta til minnir þetta á plakatið fyrir Fright Night endurgerðina (það eru augun, sjáið til) og Godzilla ’14.
Allavega, hver sem setti þetta saman hlýtur að hafa verið kallaður inn á stuttan fund.

Hér er hörmungin. Gætið ykkur á 500 metra Krús-skrímslinu.

The Mummy kemur í bíó 9. júní.