Spennutryllirinn Cell kemur úr hugskotum Stephen King úr samnefndri bók hans sem kom út 2006 þar sem gemsar eru notaðir til að ná völdum á fólki og stýra því til eigin tortímingar. John Cusack og Samuel L. Jackson berjast við heilaþvegna uppvakninga til þess að bjarga syni annars þeirra. Gerist ekki klisjulegra en myndbrotið sýnir okkur góða blöndu af spennu, hryllingi og vekur upp forvitni aðallega þannig maður spyr: Hvernig gerist svona lagað?

Þetta er önnur myndin með báðum Cusack og Jackson í Stephen King mynd þeir sáust einnig saman í 1408.