Síðustu helgi var frumsýnd kvikmyndin „In The Heart Of The Sea“ leikstýrð af Ron Howard. Aðalhlutverkið leikur Chris Hemsworth og eru með honum m.a. Tom Holland og Cillian Murphy.

Til að kynna myndina leitaði Ron til Reddit.com og tók þátt í svokölluðu AMA eða Ask Me Anything þar sem notendur Reddit fá að spyrja leikstjórann að hverju sem er. Þó að myndin sé að fá misjafna dóma þá var mörgum spennandi spurningum svarað í þessu.

Við ákváðum að taka saman nokkrar spurningar og svör og þýða þær. Áhugasamir geta skoðað allt AMA hér.

 

MyCableIsOut spurði : Hvað er að frétta af Dark Tower myndinni? Ertu ennþá tengdur henni?

Ég má í rauninni ekki segja mikið um Dark Tower, það er mikið að gerast og það er frekar spennandi. Tími og dagskráarárekstur kom í veg fyrir því að ég gæti leikstýrt fyrstu myndinni. Þetta er þó allt á réttri leið. Stephen King er mjög hrifinn af handritinu og leikstjórinn Nikolaj Arcel, leikstjórinn, er að gera frábæra vinnu. Erum við með 100% grænt ljós? Neibb, ekki alveg, en krossum fingur!

 

Þarna kom í ljós að Stephen King er sáttur með handritið og að það væru greinilega fleiri myndir á dagskrá ef að þessi gengur vel. Dark Tower bækurnar eru 7 samtals og ætla þeir greinilega ekki að sætta sig við bara eina mynd.

 

Notandinn DuckAvenger spurði : Hvernig mynd værirðu til í að gera en hefur ekki enn gert? Eitthvað sem engin myndi búast við af þér?

Ég hef unnið við helling af mismunandi myndum og ég er ekkert að eltast við mismunandi genre eins og ég gerði þegar ég var yngri til að sanna fyrir fólki að ég væri fjölhæfur en það er ákveðin tegund af hrylling sem ég dáist af þegar hún virkar. Ég hef stundum prufað það. Ég hef gert nokkur þannig atriði. Sum atriði í Missing eru þannig og, án þess að spilla, þá eru nokkur þannig í nýju myndinni Inferno sem ég var að klára með Tom Hanks sem er næsta Dan Brown / Robert Langdon myndin. Ég væri alveg til í að gera hryllingsmynd ef að ég fengi sögu sem að ég gæti tengt mig við.

Síðan hef ég alltaf langað til að gera söngleik. Því næsta sem ég farið því var atriði í The Grinch þar sem Jim Carrey söng „You’re A Mean One Mr. Grinch“. Við tókum það upp á nokkrum dögum. Það var frekar skemmtilegt og ég væri til í að gera þannig mynd, en það væri áskorun.

 

Notandinn michaelsft spurði : Hvaða mynd óskarðu þér að þú gætir farið tilbaka og endurgert með alla reynsluna þína í dag eða ertu kannski alveg sáttur með allt sem þú hefur gert?

Ég er ekki beint alveg sáttur með allt. Ég reyndar man ekki hvenær ég horfði síðast á eitthverja af gömlu myndunum mínum af því að ég er alltaf að horfa áfram. Ég er alltaf mjög spenntur yfir verkefnunum sem ég er að sinna og er vanalega góður í að fyrirgefa sjálfum mér ef ég geri mistök. Það eru reyndar nokkrir hlutir við myndina Willow, þrátt fyrir hvað ég er hrifinn af henni og hvað aðdáendur eru hrifnir af henni, sem að ég væri alveg til í að fá annað tækifæri við. George Lucas treysti mér svo vel. ég var ennþá glænýr. Ég segi alltaf að þetta hafi verið eins og að skrifa doktors ritgerðina mína með George Lucas. Ég held að í dag gæti ég gert hana meira lifandi, flottari og fyndnari. Þrátt fyrir það var Willow frábær reynsla og ég er mjög ánægður með að fólk muni ennþá eftir henni og að ungt fólk sjái hana í dag og finni eitthvað sem því líkar vel við.

 

D0_Not_Geddit spurði „Hvernig nærðu að vera svona frábær gæi í svona klikkuðum bransa?“

Þessi bransi er klikkaður. Sættum okkur við það ; Fólkið sem velur þennan bransa verður að hafa sjálfstæðan anda. Þetta er liðsleikur þegar fólk hittist og býr til mynd, þætti eða leikriti saman. En þú skráir þig ekki hjá fyrirtæki og hagar þér eins og góður starfsmaður. Þú þarft alltaf að sýna frumleika og frumkvæðni. Engin heilbrigð manneskja velur þetta sem lífsstarfið sitt. En ég byrjaði ungur og fékk hellings reynslu á Andy Griffith Show og fékk frábæra þjálfun. Það er annað sem hjálpar mér mjög mikið. Ég hef alltaf elskað þetta starf. Mig hefur aldrei langað til að gera neitt annað. Mér fannst aldrei leiðinlegt að mæta í vinnuna og læra línurnar og skoða hvað var í gangi. Þrátt fyrir að ég væri að vakna klukka hálf fimm að morgni, ósofinn og þreyttur þá var ég strax kominn í gott skap um leið og ég mætti í vinnuna. Ég er mjög heppinn að því leyti

 

Allar spurningar sem Ron fékk svaraði hann með miklum metnaði þannig að við mælum eindreigið með því að kíkja á restina á Reddit