„Hunting humans in the cold Icelandic waters.“

Það er eiginlega merkilegt að það skuli ekki vera til fullt af íslenskum hryllingsmyndum. Ég hefði haldið að það væri talsverður markaður fyrir þær. Hugsið ykkur bara Vampíru Víkingar og Banka Blóðbaðið. Titillinn á þessari mynd er auðvitað twist á The The Texas Chainsaw Massacre en það er meiri tenging við þá mynd en bara titillinn. Það sem tengir myndirnar er inbread white trash fjölskylda frá helvíti sem minnir mjög á þá frá Texas. Það sem myndin gerir vel er að koma með nýja og ferska útgáfu af formúlu sem virkar.

Helsta vandamálið við þessa mynd er að persónurnar eru jafn flatar og Ömmu flatkökur þannig að þegar þær deyja getur manni ekki verið meira sama. Það er heldur ekki nægilega mikið blóð, sem er vandamál í mynd sem kallar sig „massacre“. Leikararnir eru ágætir en það er enginn sem sýnir stórleik í rauninni. Mér fannst Helgi Björns bestur en það var svo mjög gaman að sjá sjálfan Gunnar Hansen sem er auðvitað frægur fyrir að leika Leatherface í gömlu The Texas Chainsaw Massacre. Þessi mynd var ágætis tilraun en útkoman er vonbrigði. Stóra hasarsenan í lokin flæddi ekki nógu vel og maður lifði sig aldrei almenninlega inn í atburðarrásina. Nú kalla ég á fleiri íslenskar hryllingsmyndir með skutul í hjarta.

„How do you like Iceland?“

Leikstjóri: Júlíus Kemp (Veggfóður, Blossi)