„Purple in the morning, blue in the afternoon, orange in the evening.“

Requiem for að Dream er einfaldlega ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð. Tónlistin sker mann blóðs og heggur mann svo í herðar niður. Þetta er mynd sem virkilega ögrar áhorfandandum bæði í stíl og hvað söguna varðar. Í rauninni eru þetta þrjár sögur sem tengjast en þemað er alltaf fíkn á einn eða annan hátt. Jennifer Connelly er frábær í sínu hlutverki eins og reyndar allir aðrir. Jaret Leto og Marlon Wayans sýna báðir sínar bestu hliðar og fara reyndar fram úr væntingum. Það er hinsvegar Ellen Burstyn sem stelur myndinni sem ótrúlegri frammistöðu sem hefði átt að tryggja henni Óskarsverðlaun (Julia Roberts stal verðlaununum).

Þetta er mynd sem varð klassísk fyrsta daginn sem hún var sýnd. Hún markaði komu eins besta leikstjóra samtímans, Darren Aronofsky, og skemmdi sálir flestra sem sáu hana á skemmtilegan hátt. Hún er kannski ekki fyrir viðkvæma en samt finnst mér að allir ættu að sjá hana af því hún hefur mikilvægan boðskap fram að færa.

„Ass to ass!“

Leikstjóri: Darren Aronofsky (Pi, The Fountain, The Wrestler, Black Swan, Noah, Mother!)