Eins og allir vita getur krúttið hann Kylo Ren ekki alltaf hemlað á skapi sínu. Ef hann fær ekki það sem hann vill getur hann verið frekar erfiður í umgengni og sérstaklega í augum samstarfsmanna sinna.

Nýlega mætti leikarinn Adam Driver eiturhress sem gestastjórnandi Saturday Night Live og tók nýjan snúning á CBS-seríuna Undercover Boss. Í sketsinum hér fyrir neðan fer Driver (aftur) á kostum sem Kylo nema nú er Ren-riddarinn eitthvað óöruggur með hvað undirmönnum sínum finnst um sig í raun.

Þá kemur tæknimaðurinn Matt til sögunnar…