“The shadow of this woman darkened their love.”

Þessi mynd er nr. 174 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Myndin er eftir meistara Alfred Hitchcock og er gerð eftir vinsælli skáldsögu Daphne Du Maurier. Samtölin er öll mjög háfleyg og persónur ótrúlega dramatískar, sem gefur ákveðinn sjarma. Í aðalhlutverkum eru Laurence Olivier og Joan Fontaine.

Myndin fjallar um ríkan herramann sem kynnist venjulegri stúlku. Þau verða ástfangin, en smám saman fara atburðir í fortíð hans, tengdir fyrrverandi eiginkonu hans (Rebecca), að hafa áhrif á líf þeirra. Þetta er mjög vönduð mynd og sérstaklega skemmtileg út af öllum dramatísku samræðunum. Dularfulla fortíðin skýrist smá saman sem gerir myndina stöðugt spennandi og áhugaverða. Enn ein snilldin frá Hitchcock.

“Happiness is something I know nothing about.”

 

Leikstjóri: Alfred Hitchcock (Psycho, Birds, Vertigo, Rear Window, North by Northwest, Strangers on a Train)