“An adventure too big for the real world.”

Ready Player One er gerð eftir samnefndri skáldsögu sem ég hef ekki lesið. Árið er 2045, raunveruleikinn er frekar ömurlegur og fólk kýs frekar að fara inn í gerviheim á netinu sem er kallaður The Oasis. Sagan er sett upp eins og Harry Potter and the Goblet of Fire, þ.e. allt snýst um þríþraut og í húfi er eignarhald og stjórn á sjálfum netheiminum.

Þetta er hreinræktuð nostalgíu nördamynd með ótal tilvitnunum í kvikmyndir og tölvuleiki frá undanförnum 30 árum, kannski í takt við Wreck it Ralph og The Lego Movie. Það er fullt af geggjuðum hasaratriðum sem eru frábæralega útfærð sem gera það að verkum að maður vill sjá myndina aftur fljótlega. Leikarar eru almennt góðir en persónur er hinsvegar misjafnlega vel þróaðar. Sagan fer stundum út í klysjur og formúlu en mér fannst hún virka að langmestu leyti. Ferlega skemmtileg mynd frá meistara Spielberg.

“People come to the Oasis for all the things they can do, but they stay for all the things they can be.”

Leikstjóri: Steven Spielberg (Jaws, Raiders of the Lost Arc, Jurassic Park, Schindler´s List, Saving Private Ryan, Minority Report, Catch Me If You Can, Bridge of Spies)