„Nine hundred pounds of marauding tusk and muscle!“

Quentin Tarantino lofaði þessa mynd hástöfum í heimildarmyndinni Not Quite Hollywood sem er ákveðinn gæðastimpill. Það sakar ekki að leikstjórinn gerði Highlander sem er klassík þó svo að hún hafi elst frekar illa. Razorback er skrímslamynd um risa villigölt sem fer hamförum um sveitir Ástralíu. Upphafssenan er eins sú rosalegasta sem ég hef séð og það besta er að restin af myndinni stendur undir þeirri byrjun. Birtan og myndatakan er ein sú flottasta sem ég hef séð í hryllingsmynd. Það eru ótal rammar sem minna á olíumálverk en engar áhyggjur, oftast þegar maður er að fara að dáleiðast af fegurðinni kemur kolvitlaus göltur og gengur berserksgang. Razorback fer í flokk með bestu skrímslamyndum allra tíma, mæli hiklaust með henni.

„There’s something about blasting the shit out of a razorback that brightens up my whole day.“

Leikstjóri: Russell Mulcahy (Highlander 1-2, The Shadow, Resident Evil: Extinction, Give ’em Hell Malone)