„The husband, the wife…or the bandit?“

Rashomon er 12. kvikmynd Akira Kurosawa en hún er sú mynd sem kom honum á kortið sem mikilvægum leikstjóra um allan heim. Myndin kom út á tíma þegar miklir listrænir straumar voru að koma sterkir inn í kvikmyndir eins og frá Ítalíu (Fellini), Svíþjóð (Bergman) og Frakklandi (Godard). Rashomon passaði vel í þessa stefnu þar sem listræn myndataka og ólínulegur frásagnarstíll einkennir myndina.

Sagan er sögð í þátíð, þ.e. þremur dögum eftir morð og réttarhöld. Farið er í gegnum fjórar mismunandi útgáfur af atburðunum frá fjórum mismunandi aðilum. Eins og í svo mörgum Kurosawa myndum eru bæði Toshirô Mifune og Takashi Shimura í stórum hlutverkum. Þessi mynd er með bestu Kurosawa myndum sem ég hef séð. Þó hún sé listræn er hún ótrúlega skemmtileg og minnti á köflum á myndir eins og 12 Angry Men og jafnvel The Usual Suspects. Geggjuð mynd og sannkölluð klassík.

Nokkrir áhugaverðir punktar:

  1. Myndin dregur nafn sitt af sögustað, þ.e. hliði/húsi sem kallast Rashômon.
  2. Myndin var endurgerð með Paul Newman undir titlinum The Outrage árið 1964.
  3. Orðið Rashomon er notað í daglegu tali yfir mismunandi frásagnir frá sama viðburði.
  4. Myndin vann Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd árið 1952, fyrsta myndin til að hljóta þann heiður.

 

„No one tells a lie after he’s said he’s going to tell one.“

 

Leikstjóri: Akira Kurosawa (Yojimbo, Ikiru, Ran, The Hidden Fortress, Seven Samurai)