„Du har ikke en chance. Grib den.“

Pusher er fyrsta kvikmynd Nicholas Winding Refn og er enn besta danska mynd sem ég hef séð og almennt ein besta glæpamynd allra tíma. Hún virkar mjög raunveruleg, ég á mjög auðvelt með að kaupa allar persónur og það er hluti af því sem gerir hana ógnvekjandi. Kim Bodnia er gjörsamlega magnaður í hlutverki Frank og Mads Mikkelsen er líka mjög eftirminnilegur sem Tonny. Skíthællinn og eiturlyfjasalinn Milo er gaur sem maður myndi aldrei vilja lenda í og handrukkarinn hans Radovan þess þó heldur.

Óheppni Frank og flótti heldur manni á tánum alla myndina og maður vorkennir honum þó svo að hann sé algjör óþokki. Pusher er áhrifarík mynd sem eldist mjög vel. Framhöldin náðu aldrei að jafna hana og Bleeder var aldrei í sömu deild. Forðist hinsvegar endurgerðina.

„Franke, my friend!“

Leikstjóri: Nicolas Winding Refn (Pusher 1-3, Bleeder, Bronson, Valhalla Rising, Drive, Only God Forgives, The Neon Demon)