Í sumar mætir Seth Rogen og hans félagar með teiknað pylsupartí sem aðdáendur hans munu hressilega éta upp og foreldrar ættu innilega að gæta þess að börnin slysist ekki inn á (en gera það líklegast samt).

Sausage Party segir frá mörgum fæðutegundum sem hittast í matvöruverslun, og með aðalhlutverk fer rómans á milli pylsu (Rogen) og pylsubrauðs (Kristen Wiig). Þau bonda og allir bíða spenntir eftir því að verða valinn af hillunni, en þegar stóri dagurinn er loksins komin kynnast þau rauntilgangi sínum, og hann er ekki fallegur!

Sprenghlægilegur trailer, og hann er vissulega bannaður börnum – tékkið á.