„Before man walked the earth…it slept for centuries. It is evil. It is real. It is awakening.“

Prince of Darkness er ein af Apocalypse þríleik John Carpenter ásamt The Thing og In The Mouth of Madness. Þessar myndir tengjast samt ekkert beinlínis. Prince of Darkness er Carpenter mynd fram í fingurgóma. Tónlistin er eftir hann sem skapar mjög sérstakt andrúmsloft og áður, mjög creepy og dularfullt. Hinn magnaði Donald Pleasence fer með aðalhlutverkið. Sagan fjallar um ævafornt leyndarmál sem ferlur í sér dularfullt ílát sem gæti geymt sjálfan Satan! Þetta er óvenjuleg mynd og alveg ekta Carpenter mynd. Ég gæti trúað því að það séu skiptar skoðanir um hana en ég fýla hana í ræmur.

„A life form is growing out of pre-biotic fluids. It’s not winding down into disorder, it’s self-organizing. It’s becoming something. What? An animal? A disease? What?“

Leikstjóri: John Carpenter (Halloween, The Thing, The Fog)