“Killing for two.”

Annað slagið koma hryllingsmyndir sem hafa með óléttu og ungabörn að gera. Myndir eins og Inside (árás á ólétta konu) og Grace (andvana ungabarn) koma upp í hugann. Viðkvæmar konur er almennt góður efniviður í hrylling en Prevenge er eitthvað allt annað. Þessi mynd fjallar um ólétta konu sem er frekar veik á geði og tekur við skipunum frá ófæddu barni sínu.

Þetta er lítil bresk mynd sem gerir hana jarðbundna og því er það þeim mun áhrifaríkara þegar ofbeldið fer af stað. Alice Lowe leikur aðalhlutverkið, leikstýrir og skrifar handritið. Hún leggur allt í þetta og skilar af sér skemmtilegri frumraun. Ef morðóð ólétt kona hljómar eins og áhugavert áhorf er alveg þess virði að kíkja á þessa.

“Kids these days are really spoilt… its like ‘mummy, I want a playstation, mummy, I want you to kill that man.”

Leikstjóri: Alice Lowe