Það má segja að það hafi verið löngu staðfest að Jurassic World fengi framhald eftir gífurlegar miðasölutekjur á seinasta ári. Nú er það grafið í stein því kominn þar sem nýr leikstjóri við stjórnvölinn sem fær að temja risaeðlurnar hungruðu og tölvugerðu. Það er J.A. Bayona sem fær þetta verkefni í hendurnar en hann hefur gefið okkur magnaðar tilfinningamyndir á borð við The Impossible og The Orphanage (hún vakti sko tilfinningar hjá mér). Hann tekur við af Colin Trevorrow sem er of upptekinn við vinnu á Star Wars IX til að sinna risaeðlunum en hann mun þó skrifa handritið með Derek Connolly.

Þetta er ekki fyrsta framhaldsmyndin sem Bayona er boðið að taka við taumunum þar sem hann sat lengi fastur við hina væntanlegu World War Z 2. Vegna skuldbindingar hans við þá mynd varð hann að afþakka Jurassic World þegar boðið kom fyrst en svo reyndist annað verkefni valda því að hann gat ekki hafið vinnu við hana strax. Paramount gat ekki beðið eftir honum þar sem þeir vildu koma myndinni í sýningu fyrr en seinna og því gat hann tekið við risaeðlunum. Enda eru risaeðlur miklu svalari en uppvakningar.

Chris Pratt og Bryce Dallas Howard mæta aftur í hlutverk sín, flestum til mikillar gleði. Myndin hefur fengið frumsýningardaginn 22. júní 2018 en eins og við þekkjum þá getur það breyst.

Enn er ekki búið að staðfesta hvort Jeff Goldblum fái pláss þarna en hann hefur sýnt því mikinn áhuga að snúa aftur.

jurassicworld2