Ef þú átt ennþá eftir að kíkja á kitluna fyrir Ready Player One, stoppaðu aðeins og tékkaðu á þessari veislu sem Spielberg (upp úr geggjuðu bók Ernest Cline) mun færa okkur á næsta ári.

Kíktu.

Lesendur bókarinnar vita að hún er gjörsamlega morandi í nostalgískum fígúrum og poppkúltúrs-vísunum og kitlan veitir okkur aðeins smjörþefinn af þessu.

En hvað eða hverjir eru það sem við sjáum þarna?
Meðal annars (og dragið andann djúpt…): Harley Quinn, Deathstroke, The Iron Giant, Freddy Krueger, Duke Nukem, DeLorean-bíllinn, bíll Löru Croft, Tron-hjólið og Christine-bílinn frá Stephen King.

Ernest Cline sér sjálfur um aðlögunina ásamt handritshöfundinum Zak Penn og með helstu hlutverk fara Tye Sheridan, Olivia Cooke, Ben Mendelsohn, Mark Rylance, T.J. Miller og Simon Pegg.

Ready Player One verður frumsýnd í lok mars 2018.

 

Svo. Langt. Þangað. Til.