Ein algengasta spurning sem Bíóvefurinn fær er „Hvað er spennandi að koma í bíó?“  Þar af leiðandi ætlum við að leggjast aðeins yfir hvaða myndir fólk ætti að hafa augun opin fyrir í febrúar en þetta er einmitt óskarsverðlauna mánuðirinn sjálfur. Við minnum líka á að við höldum uppi lista yfir allar myndir sem eru væntanlegar í bíó næstu mánuði á væntanlegt síðunni okkar.

 

Concussion
5. febrúar

IMDB : 7.1 / RottenTomatoes : 63%

Leikstjóri : Peter Landesman / Leikarar : Will Smith, Alec Baldwin, Albert Brooks

Mynd byggð á sannri sögu um lækni sem uppgötvaði CTE heilaskaða í ruðnungsleikmönnum og baráttu hans til þess að koma þessum upplýsingunum á framfæri við almenning.

Árið 2002 fannst miðjumaður Pittsburgh Steelers, Mark Webster, látinn í bílnum sínum. Við krufningu kemur í ljós að hann hefur orðið fyrir miklum heilaskaða og krufningarlæknirinn Bennet Omalu (Will Smith) kemst að þeirri niðurstöðu að leikmaðurinn hafi látist af völdum síendurtekinna höfuðhögga sem hann hefur orðið fyrir á löngu tímabili. Næstu ár koma upp fleiri tilfelli látinna leikmanna með sömu áverka og Omalu leggur allt í sölurnar til að hið sanna komi í ljós.


Deadpool

12 febrúar

Engir dómar komnir enn en allir sem hafa séð hana segja hana vera algjörlega tryllta!
(þar á meðal ritstjórinn)

Leikstjóri : Tim Miller / Leikarar : Ryan Reynolds, T.J. Miller

 

Deadpool fjallar um fyrrverandi sérsveitarmanninn Wade Wilson sem veikist og ákveður að gangast undir tilraunakennda læknismeðferð. Í kjölfarið breytist hann í Deadpool, kaldhæðna ofurhetju með lækningarmátt, sem leitar uppi manninn sem var nálægt því að drepa hann. Myndin er byggð á teiknimyndasögu frá Marvel.

 

 

 

Zoolander 2 
19. febrúar

Engir dómar komnir en mikil spenna ríkir yfir þessu væntanlega framhaldi, gamla myndin löngu orðin cult classic.

Leikstjóri : Ben Stiller / Leikarar : Ben Stiller, Owen Wilson , Will Ferrell

Helstu tónlistarstjörnur heims, þar á meðal Justin Bieber, finnast látnar með hinn eitursvala “Cool Blue” svip á sér. Eru þeir Derek Zoolander og Hansel McDonald þá ráðnir af Interpol í að laumast í hinn risavaxna tískubransa, sem er orðin miklu stærri og breyttari en þeir gátu grunað, til að finna morðingjan. Erkióvinur þeirra félaga, Jacobim Mugatu, er látinn laus úr fangelsi og þurfa þeir því að kljást við hann á meðan að þeir leita uppi Cool Blue morðingjans.

 

Room

26. febrúar 

IMDB : 8.3 / RottenTomatoes : 96%

Leikstjóri : Lenny Abrahamson / Leikarar : Brie Larson, Jacob Tremblay

Room er ótrúleg saga af Jack, fjörugum fimm ára strák sem er fastur ásamt ástríkri móður sinni í gluggalausu rými sem er einungis 3×3 metrar að rúmmáli, sem móðir hans kallar The Room, eða Herbergið. Móðir hans hefur skapað heilan heim fyrir Jack inni í rýminu, og mun gera allt sem hún getur til að Jack geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður. En eftir því sem Jack fer að spyrja meira út í aðstæðurnar sem hann býr í, þá vex óþreyja móður hans, og þau gera áhættusama flóttaáætlun, sem á endanum gæti leitt þau út í hina hina stóru ógn – hinn raunverulega heim utan Herbergisins.

 

Hail, Caesar
19. febrúar

IMDB : 8.6 / RottenTomatoes ekki komið

Leikstjórar : Joel og Ethan Cohen / Leikarar : Josh Brolin, George Clooney, Alden Ehrenreich

Eddie Mannix er sannkallaður Hollywood „reddari“ og starfar við það að redda öllum vandræðum sem gætu átt sér stað á framleiðslustiginu. Vandræðin verða þó mikil þegar aðalleikari myndarinnar er rændur og þarf Mannix þá ekki bara að redda hlutunum heldur sjá til þess áð leikarinn snúi aftur í vinnu heill á húfi. Þar sem að þetta er Cohen bræðra mynd þá verður það aðeins meira mál en vanalega.

 

Triple 9
26. febrúar

Engir dómar komnir en þessi lofar góður, rosalegur leikhópur og grimm frásögn

Leikstjóri : John Hillcoat / Leikarar : Kate Winslet, Aaron Paul, Casey Affleck, Woody Harrelson, Chiwetel Ejiofor, Anthony Mackie, Gal Gadot

Hópur glæpamanna og spilltra lögregluþjóna í Los Angeles er kúgaður í ráðabrugg til að myrða óreynda löggu. Tilgangurinn með morðinu er til að draga athygli yfirvalda frá ráni sem þeir fremja samtímis á hinum enda borgarinnar.

 

Þetta eru myndirnar sem við munum án efa sjá í febrúar mánuði og má svo ekki gleyma Stockfish-kvikmyndahátíðinni hjá Bíó Paradís, 18.-28. febrúar.
Við minnum þó enn og aftur á Væntanlegt-listann okkar sem er uppfærður reglulega með komandi mánuðum – og ef þér finnst eitthvað vanta þar, láttu okkur vita.