deadpool_ver9Venjulega þegar kvikmyndaeftirlitið í Kína horfir á bíómyndir og líkar ekki við eitthvað af innihaldinu er gripið til skæranna og fjarlægt hvað sem þarf; nekt, ofbeldi, ósmekklegheit almennt. Það var hins vegar hægara sagt en gert með Deadpool, og segja sögur að kvikmyndaeftirlitið þar hafi hreinlega bara gefist upp þegar kom að því að ritskoða myndina og kanna hvort hún yrði sýningarhæf. Deadpool sjálfur hlýtur nú eitthvað sjálfur að flissa af stolti yfir því, enda ber þessi mynd grófa húmor sinn og ofbeldisramma eins og heiðursmerki.

Myndin er annað bönnuð börnum yngri en 17 ára í Bandaríkjunum fyrir allt það sem aðdáendur búast við; aggressíft ofbeldi, mikla nekt (typpabrandararnir semja sig ekki sjálfa) og ljótt orðbragð, og af fyrstu viðbrögðum að dæma hefur bíómyndin verið að hitta rakleiðis í mark, eins og sjá má á þessum tístum:

 

Hér er rauði trailerinn aftur.

Lukkulega er þessi kjaftfori „Merc“ ekki bannaður á Íslandi. Hann mætir hingað eldhress í bíó 12. febrúar, en eitthvað segir okkur að vinir okkar hjá Nexus verði með stemmaraforsýningu.
Fylgist með þeim.