Edgar Wright er einn duglegur maður. Eins og sé ekki búið að vera tryllt að gera hjá manninum við gerð nýjustu myndar hans, Baby Driver, er hann einnig með teiknimyndina Shadows í pípunum. Ofan á það er Wright auðvitað með ólæknandi bíódellu og gefur hann sér reglulega tíma til þess að horfa á haug af efni, nýtt, eldra og miklu eldra.

Nú er Cornetto-snillingurinn annars vegar búinn að skila af sér af sér vægast tilkomumiklu framlagi til nördakúltúrsins, einu sem hefur eflaust ekki verið lítið tímafrekt; listi yfir uppáhalds myndunum hans – heilir þúsund titlar, raðaðir eftir ári.

edgar

Á þessum lista er allan fjanda að finna (nema Predator), frá þekktum klassíkerum til falinna fjársjóða, myndir frá t.d. Ace in the Hole til Silent Running eða Beyond the Valley of the Dolls og The Neon Demon. Titlar frá/með félögum hans eru einnig áberandi, hvort sem þeir heita Rian Johnson, Simon Pegg eða Quentin Tarantino, en allar QT myndir tilheyra listanum, nema ein! Giskið hver.

Listann má sjá í heild sinni hér.