„100% Pure Adrenaline.“

Point Break er ein svalasta hasarmynd allra tíma. Við erum með sjóðheitan Patrick Swayze beint í kjölfarið af Dirty Dancing, Road House og Ghost. Svo erum við með Keanu Reeves sem var á þessum tíma næstum alveg óþekktur. Þetta hlutverk gerði mikið fyrir hans feril og bræddi fleiri en nokkrar nærbrækur. Til að fullkomna tríóið erum við með Gary Busey sem er alltaf skemmtilegur.

Myndin er framleidd af eiginmanni (á sínum tíma) leikstýrunnar Bigalow, James Cameron. Hún fjallar um FBI lögreglumenn sem reyna að finna bankaræningjahóp á brimbrettasströndum L.A. Reeves er Johnny Utah, ungur ofurhugi. Myndin er fullkomin blanda af hasar, drama, spennu, ástarsamband og buddy-cop eiginleikum. Það mikilvægasta er að myndin hefur elst vel. Hún er ennþá jafn góð og hún var í gamla daga, miklu betri en endurgerðin og það er langt frá því að vera sjálfgefið.

„Fear causes hesitation, and hesitation will cause your worst fears to come true.“

Leikstjóri: Kathryn Bigelow (The Hurt Locker, Strange Days, Near Dark, The Hurt Locker, Zero Dark Thirty)