Aðdáendur Christophers Nolans eru búnir að bíða lengi eftir einhverjum upplýsingum um nýjustu kvikmynd meistarans. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros, ákvað að gefa aðdáendum hans smjörþefinn að nýjustu mynd hans, Dunkirk, fyrir skömmu.

Dunkirk-Evacuation-02Dunkirk byggist á sannsögulegum atburðum seinni heimstyraldarinnar þegar breski herinn hjálpaði breskum, frönskum og belgískum hermönnum sem voru fastir í Dunkirk að flýja frá áhlaupum nasista sem voru næstum búnir að umkringja bæinn. Þessi hernaðaraðgerð kallaðist „operation Dynamo“ og bjargði lífum um það bil 330.000 þúsund hermönnum bandalagsins.

Fleiri upplýsingar fylgdu vissulega með. Chris er einn titlaður fyrir handritið og einnig kom í ljós á hvernig formatti myndin verður skotin á, en það mun vera samblanda af IMAX 65mm og 65mm stórskotamyndavélum til að ná sem bestu gæðum. Tökur á kvikmyndinni hefjast í maí og verður hún þar á meðal tekin upp í Dunkirk og öðrum stöðum sem tengjast þessum atburði.

untitledOrðrómar fóru strax á kreik varðandi leikaravalið fyrir myndina, en þar má helst nefna að Chris Nolan vill ráða óþekkta leikara í aðalhlutverkin – eitthvað sem hann hefur hingað til sjaldan gert. Sögur segja að Nolan og framleiðendur séu staddir í London um þessar mundir til að renna yfir áheyrnarprufur á nokkrum ungum leikurum.

En burtséð frá lykilhlutverkunum er búið að staðfesta þá sem líklegir verða í öðrum rullum, þeir eru: Mark Rylance (Bridge Of Spies), Kenneth Branagh (hinn eini sanni) og gamall kollegi Nolans, Tom Hardy (sem hefur aldeilis átt gott ár í ár með Mad Max, tvöfaldan leiksigur í Legend og vissulega The Revenant).

Nú tekur biðtíminn við þar sem við fáum ekki að sjá stríðsepík Nolans fyrr en 21.júlí 2017.