„The scream you hear may be your own!“

Þessi mynd er frumraun Clint Eastwood sem leikstjóra, fimm árum eftir spagettívestrana. Kallinn leikur líka aðalhlutverkið eins og í flestum myndum hans. Þetta er sálfræðitryllir, nokkuð dæmigerður en vel gerður. Það er ekki að sjá að leikstjórinn sé óreyndur en hinn bóginn er sagan frekar takmörkuð.

Spoiler – Myndin fjallar um útvarpsmann sem eignast aðdáanda(sem biður ítrekað um lagið Misty). Aðdáandinn, leikin af Jessica Walter, laumar sér inn í líf útvarpsmannsins og reynist svo vera algjör snarvitlaus kona sem vonlaust reynist að losna við. Þetta er áhugaverð mynd og nokkuð góð en aðeins of fyrirsjáanleg ef maður hefur sé Fatal Attraction og fleiri svipaðar. Þessi kom reyndar út 16 árum á undan þeirri mynd og fær props fyrir það.

„That bitch should be hung by her thumbs or something equally appropriate.“

Leikstjóri: Clint Eastwood (The Outlaw Jose Wales, Pale Rider, The Unforgiven, Million Dollar Baby, Mystic River, Gran Torino)